Product Filter

Athmer felliþröskuldarnir uppfylla ströngustu gæða og öryggiskröfur á markaðnum.

 

Felliþröskuldar frá Athmer koma allir með svokölluðu reyk og brunaheldu gúmmíi sem veitir brunavörn í allt að 3 klst fyrir stálhurðar og allt að 60-90 mín í stöðluðum plast eða timburklæddum hurðum. 

Vottanir fyrir brunavarnir koma frá viðurkenndum aðilum fyrir bæði evrópu og ameríku markað. The UL Institute (US) og  The Warrington Institute (UK Certifire).

Felliþröskuldarnir eru prófaðir af MPA NRW (Material Testing Institute of North Rhine-Westphalia) í þýskalandi þar sem er litið til bæði líftíma vörunnar ásamt hentugleika hennar gegn brunavörnum. Athmer er með framúrskarandi vottun upp á 1.000.000 opna/loka endurtekningar.

Stöðluð hljóðeinangrun er upp að 52 dB, gapið sem að þröskuldarnir einangra er allt að 22mm sem er með því mesta sem fyrir finnst á markaðinum fyrir venjulega felliþröskulda.

Athmer er merki sem hægt er að stóla á og felliþröskuldarnir frá þeim standa fyrir sínu þegar kemur að gæðum, endingu og áreiðanleika.